Öruggasta og einfaldasta leiðin til að sækja Tor-vafrann er af opinberri vefsíðu Tor-verkefnisins á https://www.torproject.org/download.
Your connection to the site will be secured using HTTPS, which makes it much harder for somebody to tamper with.
Hinsvegar, það geta komið upp tilvik þar sem þú hefur ekki aðgang að vefsvæði Tor-verkefnisins: til dæmis gæti það verið útilokað á netkerfinu þar sem þú tengist.
Ef sú er raunin, gætirðu prófað einhverjar af þeim varaleiðum til niðurhals sem taldar eru upp hér fyrir neðan.
SPEGLAR
Ef þér tekst ekki að sækja Tor-vafrann af opinberri heimasíðu Tor-verkefnisins, þá geturðu reynt að sækja hann af einum af opinberu hugbúnaðarspeglunum okkar, annað hvort í gegnum EFF eða Calyx Institute.
GetTor
GetTor er þjónusta sem bregst sjálfvirkt við skilaboðum með því að senda tengla á nýjustu útgáfur Tor-vafrans, hýstar á ýmsum mismunandi stöðum, svo sem Dropbox, Google Drive og GitHub.
TO USE GETTOR VIA EMAIL
Sendu tölvupóst til gettor@torproject.org og skrifaðu einfaldlega í meginmál póstsins “windows”, “osx”, eða “linux”, (án gæsalappanna) eftir því hvert stýrikerfið þitt er.
Þú getur líka bætt við tungumálskóða til að fá Tor-vafrann á tungumáli sem ekki er enska.
Til dæmis, tilað fá tengla fyrir niðurhal Tor-vafrans á kínversku (Kína) fyrir Windows, sendu tölvupóst til gettor@torproject.org með orðunum "windows zh_CN" í skilaboðunum.
GetTor mun svara með tölvupósti sem inniheldur tengla sem beina á niðurhalspakka Tor-vafrans, á undirritun dulritunarinnar (nauðsynlegt til að geta sannreynt niðurhalið), fingrafar dulritunarlykilsins sem notaður var við gerð undirritunarinnar, og á gátsummu pakkans (checksum). Þér gæti verið boðið að velja á milli “32-bita” eða “64-bita” hugbúnaðar: það fer eftir hvaða gerð af tölvu þú ert að nota.
TO USE GETTOR VIA TELEGRAM
Send a message to @GetTor_Bot on Telegram.
