JAVASCRIPT

JavaScript er forritunarmál sem notað er við smíði vefsvæða til að framkalla gagnvirka þætti á borð við myndskeið, hreyfingar, hljóð og atburði á tímalínu. Því miður er einnig hægt að nota JavaScript til að komast framhjá öryggisstillingum vafrans, sem aftur getur leitt til auðkenningar á þeim sem hann nota.

Tor-vafrinn kemur með forritsviðbót sem kallast NoScript, hún er aðgengileg í gegnum 'Kjörstillingar' (eða "Valkostir" á Windows) á aðalvalmyndinni (hamborgarinn ≡), síðan á að velja 'Sérsníða' og draga síðan 'S'-táknmyndina efst í hægra horn gluggans. NoScript gerir þér kleift að stýra JavaScript-skriftum (og öðrum skriftum) sem keyra á einstökum vefsíðum eða að loka algerlega á þær.

Notendur sem þurfa hátt öryggisstig við vafur sitt á netinu ættu að stilla öryggisstillingasleða Tor-vafrans á “Öruggara” (sem gerir JavaScript óvirkt á vefsvæðum sem ekki nota HTTPS) eða á “Öruggast” (sem lokar á JavaScript á öllum vefsvæðum). Hinsvegar, að gera JavaScript óvirkt mun valda því að margir vefir birtast ekki rétt, því er sjálfgefin stilling Tor-vafrans að leyfa öllum vefsvæðum að keyra skriftur í "Staðlað" hamnum.

VIÐBÆTUR FYRIR VAFRANN

Tor-vafrinn er byggður á Firefox, allar vafraviðbætur eða þemu sem eru samhæfð við Firefox er einnig hægt að setja upp í Tor-vafranum.

Hinsvegar, einu viðbæturnar sem prófaðar hafa verið fyrir notkun með Tor-vafranum eru þær sem koma sjálfgefið uppsettar með honum. Uppsetning á öllum öðrum vafraviðbótum getur skemmt virkni Tor-vafrans eða valdið alvarlegum vandamálum varðandi nafnleynd þína og öryggi. Mælt er sterklega gegn því að aðrar viðbætur séu settar upp, auk þess sem Tor-verkefnið býður ekki neina aðstoð gagnvart vöfrum með slíkum uppsetningum.

FLASH MARGMIÐLUNARSPILARI

Flash was a multimedia software used by websites to display video and other interactive elements such as games. It was disabled by default in the Tor Browser because it could have revealed your real location and IP address. Tor Browser no longer supports Flash and cannot be enabled.

The majority of Flash's functionalities have been substituted by the HTML5 standard, which heavily depends on JavaScript. Video platforms such as YouTube and Vimeo have transitioned to HTML5 and no longer utilize Flash.